Erna Lilja Magnúsdóttir
Erna Lilja Magnúsdóttir
 
 
 

Vefdagbók

 

nýjar og nýjar tennur ofl

jæja langt síðan ég hef skrifað hér.

Ég er orðin svo stór stelpa, fimm ára og flott. Nú eru sko fullorðinstennurnar farnar að segja til sín en ég er þó ekki búin að missa neina tönn ennþá. Er með eina laflausa framtönn en fullorðinstönnin er byrjuð að koma upp á bak við hana ;) og svo vorum við mamma að uppgötva í dag að það er jaxl á leiðinni kominn hálfur upp - ekki skrítið að mér sé búið að vera illt í gómnum og jafnvel öllu höfðinu líka - mikið álag.

Ég var að koma heim úr Selvíkinni en þar finnst mér afskaplega gaman að vera. Skemmtilegast finnst mér að fara í "gula húsið" og leika mér en það er svona þjónustumiðstöð á svæðinu og þar er risa stórt leikherbergi fyrir krakka. Svo var ég svo heppin að þrátt fyrir að við værum í bústað þar sem ekki var heitur pottur þá voru amma og afi í öðrum bústað rétt hjá og þau leyfðu mér að fara í pottinn hjá sér á hverjum degi :)

ég skemmti mér konunglega á leikskólanum minum en núna er ég á Uglugarði með öllum elstu krökkunum á leikskólanum en í haust þá mun ég byrja í skóla. ég er mikið að hugsa um skólamál en mömmu finnst ég kannski komin soldið langt á undan sjálfri mér því ég er búina ð vera að velta mikið fyrir mér í hvernig skóla ég fer þegar ég verð stór. Til dæmis þá spurði ég mömmu um daginn hvort ég færi í háskóla en mamma útskýrði fyrir mér að það færi allt eftir því hvað mig langaði til að gera eða verða þegar ég yrði stór. Svo fór ég að spyrja mömmu spjörunum úr hvernig skóla ég þyrfti að fara í til að læra hitt og þetta.

Nýjasta áhugamálið mitt er svo servéttusöfnun. Ég er svo heppin að ég á tvær góðar ömmur sem eru búnar að gefa mér fullt af fínum servéttum og mamma og pabbi áttu líka eitthvað sem ég gat fengið í safnið mitt. Svo gaf amma Magga mér líka svo fallegan konfektkassa sem ég get geymt servétturnar í.

en jæja ætli þetta dugi ekki af mér í bili.

kveðja,

Erna Lilja - servéttukona.

4. March 2012 - 23:34

 
 

Sumarið komið

Já loksins er sumarið komið. Ég er búin að bíða lengi eftir því að geta verið á tásunum úti.

Nú er ég í sumarfríi frá leikskólanum og er búin að fara í tvær ferðir. Eina í Ögur og svo vorum við tæpa viku í Selvík. Þ.e. ég og mamma og Atli Viðar, pabbi gat bara verið um helgi þar sem hann þurfti að fara að vinna. En amma Magga og afi Sissi, Helga frænka og fjölskylda voru á svæðinu svo það var mikið fjör.

Við silgdum út í hólmann á vatninu og tókum með nesti og fórum að vaða og það fannst mér sko gaman. Við fórum líka í sund á Selfossi og ég fór alveg sjálf í stóru rennibrautina ég er orðin svo stór enda alveg að verða 5 ára (ég get sko eiginlega ekki beðið eftir því). Ég reyndar gleymdi mér stundum soldið og stakk eitthvað af og eitt skiptið þegar ég ætlaði að fara ein í burtu þá stoppaði amma Magga mig og sagði: "Hvert ert þú að fara?" ég svaðraði: "Hvað er að þér manneskja ég er bara að fara í nínígolfið" og svo var mamma eitt skiptið að segja mér að ég mætti ekki fara svona án þess að spyrja fyrst um leyfi en þá sagði ég: "en mamma þú segir alltaf Nei" þá var bara best að vera ekkert að spyrja og fara bara  Smile

En ég veit alveg að ég á að hlýða mömmu það var bara svo gaman þarna og að fara um allt svæðið að ég gleymdi mér stundum.

Nú þarf ég að fara að biðja pabba og mömmu að skella inn myndum hérna. Þau eru loks búin að setja myndir inn á síðuna hans Atla Viðars litla bróðurs og nú er komið að mér er það ekki?

knús í bili.

Erna Lilja

19. July 2011 - 11:45

 
 

Ég er ennþá hérna ... og er að fara í sumarbústað!

Jæja, nú er pabbi loksins farinn að gera eitthvað hérna á síðunni hjá mér eftir alltof langa pásu. Nýjar myndir eru væntanlegar af mér og litla bróður mínum sem ég eignaðist fyrir 2 vikum síðan.

Það er búið að vera rosalega gaman hjá mér síðan Atli Viðar, litli bróðir minn, kom í heiminn. Mér finnst rosalega vænt um hann og ég hlakka mikið til þess að fara að leika við hann þegar hann er aðeins farinn að stækka.

Svo er ég að fara í sumarbústað á eftir með ömmu Möggu og afa Sissa þannig að það verður alveg rosalega gaman hjá okkur um helgina. Sjáumst seinna, bless bless!

7. April 2011 - 15:02

 
 

Er pabbi minn að klikka á þessu?

Það er nú heldur betur langt síðan eitthvað hefur gerst hérna á síðunni hjá mér. Ég hef enga betri afsökun en þá hversu hundlatur pabbi minn er og ég verð hreinlega að biðjast afsökunar á þessari leti í honum :)

En til ykkar sem hafið beðið þá eru loksins komnar nýjar myndir hérna inn og vonandi verður hægt að setja fleiri inn hérna á næstunni þó svo að þær verði kannski ekki endilega í tímaröð.

Það hefur heldur betur gerst mikið hjá mér undanfarna mánuði. Ég varð loksins 4 ára núna 16. nóvember og pabbi og mamma voru svo góð við mig að halda upp á afmælið mitt þann 20. nóvember. Við buðum fullt af skemmtilegu fólki til okkar og þetta var rosalega skemmtilegur dagur. Ég skemmti mér konunglega þó svo að ég væri með smá hita og væri soldið þreytt.

Svo er mamma mín með barn í maganum þannig að ég verð stóra systir bráðum eða á næsta ári, einhvern tímann í kringum afmælið hjá pabba og mömmu. Það er soldið skrýtið að mamma skuli vera með barn í maganum, borðaði mamma mín það nokkuð???

Allaveganna, til þeirra sem kíkið hérna reglulega inn haldið pabba mínum við efnið þá megið þið óhikað láta hann vita þegar þið saknið þess að sjá fleiri myndir hérna inni, hann er búinn að lofa mér að standa sig miklu betur í þessu öllu saman.

21. November 2010 - 15:16

 
 

Gullkorn

Ég segi  og geri svo margt skemmtilegt þessa dagana.

Ég fór með mömmu í húsdýragarðinn núna í haust. Svo þegar við komum heim þá átti þetta samtal sér stað:   

Pabbi: Erna Lilja var ekki gaman í Húsdýragarðinum. Hvað sástu þar?                                                            

EL: Selina, kýrina (kýrnar) og lémenni (vélmenni).                                                                                  

Mamma og pabbi urðu soldið hissa á þessu með vélmennið en svo fór mamma að spyrja mig út í þetta betur og komst þá að því að ég hélt að gamli maðurinn í rafknúna hjólastólnum væri vélmenni.

***

Þetta samtal kemur mjög gjarnan upp líka og mömmu og pabba finnst það soldið sniðugt.                         

Pabbi: Hvað segir hundurinn? EL: Voff                                                                                                   

Pabbi: Hvað segir kisan? EL: Mjá                                                                                                          

Pabbi: en hvað segir froskurinn? EL: essasú 

***

Ég var að borða pítu með beikoni, grænmeti osti og sósu. Ég fékk mér smá bita og sagði svo "þetta er góð svona spíta"

***

Núna finnst mér alveg rosalega gaman þegar mamma skellir ABBA á fóninn og svo dönsum við og dönsum. Uppáhalds ABBA-lagið mitt er Mamma mia og ég er búin að læra stóran hluta af textanum og syng fyrir mömmu og pabba með mínum framburði á textanum (auðvitað) og dansa svo að sjálfsögðu með.

***

Mamma og pabbi eru búin að ræða við mig að ég verði bráðum svo stór (ég er alveg að verða 3ja ára) og þá verði ég að hætta að nota snuddurnar mínar. Ég var alveg búin að samþykkja að fara með allar snuddurnar í Húsdýragarðinn og gefa litlu dýrunum sem eiga engar snuddur. Svo var mamma að ræða þetta við mig einn daginn: Mamma: jæja Erna Lilja nú ert þú bara alveg að verða 3ja ára og hvað ætlarðu að gera við snuddurnar þínar þá? EL: É ætla gefa dýrunum húsdýragarrium trjár snuddur. Mamma: Ha? ertu alveg viss ætlaðu bara að gefa þeim þrjár ætlarðu þá að eiga hinar sjálf. EL: já. Mamma: ertu alveg viss um að það hafi verið það sem við ætluðum að gera? Hvað ætlarðu að gera við snuddurnar? EL: É ætta kaupa snuddur fyrir dýrin húsdýragarrinum. Ég er sem sagt eitthvað að reyna að bakka með þetta en við sjáum til hvernig gengur þegar ég er orðin stór 3ja ára stelpa.

Læt þetta duga af mér í bili.

kveðja,

Erna Lilja

29. October 2009 - 20:14

 
 

Notalegt ævintýri

Jæja er ekki kominn smá tími á fréttir?

Ég er búin að vera í sumarfríi frá leikskólanum núna í júlí. Við fórum eina viku í sumarbústað og höfðum það rosa gott þar. Svo erum við búin að vera heima að slappa af og gera ýmislegt skemmtilegt.

Í dag fórum við í Húsdýragarðinn. Ég og mamma vorum fyrst tvær að leika okkur á meðan pabbi fór og lét klippa sig. Svo bættist pabbi við í hópinn og við fórum öll saman í svona stóran bát sem rólar hátt og í hringi. Mér fannst það sko ekki leiðinlegt. Þegar við vorum búin að fara tvær umferðir í bátinn þá sagði ég við mömmu og pabba: "Þetta var notalegt ...... ævintýri".

Pabbi var búinn að setja inn eitthvað af myndum um daginn og ég þarf að biðja hann að bæta fleirum við því nóg hefur nú verið tekið af myndum af mér í sumar.

læt þetta duga í bili.

kveðja,

Erna Lilja

29. July 2009 - 19:23

 
 

Loksins nýjar myndir

Hæ,

Það var kominn tími til. Mikil eftirspurn var komin eftir nýjum myndum svo mamma og pabbi gátu bara ekki slugsast með þetta lengur. Nú eru komnar myndir frá jólunum ofl.

Það er allt fínt af mér að frétta. Ég nýt lífsins í botn. Finnst rosa gaman í leikskólanum. Svo finnst mér alveg meiriháttar þegar mamma og pabbi setja tónlist á fóninn og við dönsum og dönsum þangað til við verðum alveg ringluð. Ég fékk líka svo fínt balletpils og skó í jólagjöf sem ég nota óspart í dansinum.

jæja læt þetta duga í bili,

vona þið hafið það gott og njótið myndanna

Erna Lilja dansstelpa.

6. February 2009 - 21:03

 
 

Lasin og jólin alveg að koma

Komið þið sæl öll,

nú er þorláksmessa og ég ligg heima lasinFýlukall

En ég er eitthvað að hressast í dag svo vonandi verð ég tilbúin í slaginn á morgun. Mér finnst rosa spennandi allt þetta jóladót. Það kom meira að segja jólasveinn og bankaði á gluggann heima hjá mér í byrjun desember. Júlía og Lísa María frænkur mínar voru í heimsókn þá. Júlía var viss um að hann væri að skoða hvort við værum ekki allar stilltar og þægar.

Mér finnst allir þessir pakkar sem streyma núna inn á heimilið mjög spennandi og mig langar helst til að opna þá núna en mamma segir að það verði að bíða þangað til jólin koma á morgun.

Nú vona ég bara að þið hafið það öll sem allra best á jólahátíðinni. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!!!

kveðja,

Erna Lilja - lasin jólastelpa.

23. December 2008 - 15:58

 
 

Gleðigjafi

Ég má til með að setja inn smá sögu frá sjálfri mér. Ég er nefnilega mikill gleðigjafi og mamma og pabbi eru mjög þakklát fyrir það.

Þannig var að í vikunni sem leið vorum við stödd heima hjá ömmu og afa. Amma hafði sótt mig í leikskólann og svo komu mamma og pabbi að sækja mig og afi kom líka heim úr vinnunni. Allt fullorðna fólkið var mjög dapurt vegna atburða dagsins og sumir gráti nær. Þá tók ég upp á því að príla upp á tröppu sem amma notar til að stíga upp á í eldhúsinu, settist þar niður og fór að syngja fullum hálsi "Daginn í dag, daginn í dag gerði Drottinn Guð..." og klappaði með þangað til allir í kring um mig voru farnir að klappa og syngja með mér. Þetta varð öllum til mikillar gleði og okkur tókst á þessu augnabliki að gleyma því slæma sem gerst hafði og njóta þess að vera til.

Núna er annars það helst í fréttum að í gær fór ég og kvaddi gamla heimilið okkar og sótti töskuna mína og flutti út. Það var tekin mynd af mér og pabba með töskurnar okkar og hún verður vonandi sett við tækifæri inn á myndasíðuna mína. Mamma og pabbi afhentu svo lykilinn að íbúðinni í dag. Núna eigum við því heima hjá ömmu Möggu og afa Sissa þangað til við fáum nýju íbúðina afhenta. Ég nýt þess alveg í botn að vera hér hjá ömmu og afa en hlakka líka til að fá nýtt herbergi þegar við flytjum.

bless í bili

Erna Lilja, gleðigjafi.

12. October 2008 - 21:12

 
 

Íbúðin seld

Jæja, þá er það mál afgreitt. Mamma og pabbi skrifuðu undir kauptilboð vegna sölu á íbúðinni okkar svo nú förum við bráðum að flytja. Vitum reyndar ekki hvert við flytjum en við þurfum að flytja út úr okkar íbúð um miðjan október - það styttist í það. Vonandi finna þau svo gott heimili fyrir okkur og þá fæ ég sér herbergi fyrir mig og dótið mitt .

Ef við verðum ekki búin að fá afhent nýtt heimili áður en við þurfum að flytja frá okkar þá fáum við að vera hjá ömmu Möggu og afa Sissa - ég veit að mér á ekki eftir að leiðast það ef svo verður. Það verður spennandi að vita hvar við munum búa en ég læt ykkur vita meira af því síðar.

Annars er ég voða kát og glöð þessa dagana. Mér finnst alveg ofsalega gaman á leikskólanum og hleyp inn á hann á hverjum morgni til að hitta Sigrúnu frænku og alla hina krakkana. Við syngjum mikið á leikskólanum og ég er mjög dugleg við að syngja lögin fyrir mömmu og pabba þegar ég kem heim - það er verst að þau eiga stundum í vandræðum með að átta sig á hvaða lag ég er að syngja, en það kemur hjá þeim

kveðja,

Erna Lilja, söngfugl

5. September 2008 - 21:10