Erna Lilja Magnúsdóttir
Erna Lilja Magnúsdóttir
 
 
 

Fyrstu árin

Fæðingin

Ég fæddist þann 16. nóvember klukkan 17:12.
Fæðingin fór fram á Landsspítalanum með keisaraskurði. Læknar voru Jens Guðmundsson og Dögg Hauksdóttir. Ljósmóðir Jenný Eiðsdóttir.
Viðstödd fæðinguna voru pabbi og fullt af læknum og hjúkrunarfræðingum.
Hárið mitt var skolitað með rauðgylltum blæ
Þegar ég fæddist var ég 2820 grömm eða 11 merkur og 50 cm að lengd.
Fyrstu hríðir komu aldrei og tók fæðingin um 0,5 klst.
Mamma var í vinnunni sinni þegar hún ákvað að fara á spítalann.
Pabbi keyrði mömmu á spítalann.
Eftir að ég fæddist fór ég til mömmu og svaf þar fyrstu nóttina.
Sama dag og ég fæddist þá var lagt til að fyrirtæki mættu einungis greiða 300.000 kr. í styrk til stjórnmálaflokka.

Skírnin

Skírnin fór fram þann 4. mars 2007 heima hjá afa Skúla og ömmu Lillju
Prestur var sr. Sigurður Grétar Sigurðsson
Skírnarvottar voru Pétur Ragnarsson og Guðrún Birna Guðlaugsdóttir
Veislan var haldin á sama stað og lukkaðist mjög vel
Þennan dag snjóaði en áður en dagurinn var liðinn var snjórinn horfinn af jörðinni því það var svo hlýtt.

Afmæli

Fyrsta afmælið mitt var þann 16. nóvember árið 2007.
Veislan var haldin sunnudaginn 18. nóvember heima hjá okkur.
Kakan mín var "Mínu mús" súkkulaðikaka með einu kerti á.
Ég bauð ömmum, öfum, frændum og frænkum í afmælið.
Ég klæddist fyrst kínverskum kjól og svo fór ég í eþíópískan kjól í veislunni.
Þann 24. nóvember var haldin auka afmælisveisla fyrir mig þá kom móðurfólkið hans pabba míns í kaffi.
Ég var hrókur alls fagnaðar og sá um að skemmta gestunum með því að klappa saman lófunum og sýna þeim fleira sem ég kann.

Jól

Fyrstu jólin mín voru í desember 2006.
Ég fór með mömmu og pabba til ömmu og afa í Grafarvoginum
Þangað komu líka Júlía stóra frænka mín og mamma hennar og pabbi alla leið frá Svíþjóð.
Ég fékk alveg fullt af fallegum gjöfum.
Seinna um kvöldið kíktum við svo í smá stund til ömmu og afa á Karlagötunni.
Þar hittum við, auk ömmu og afa, langömmu Borgu og Gunnar afabróðir.

Helstu viðburðir fyrstu árin

Fyrsta brosið kom á aðfangadag jóla 24. des 2006
Velti mér í fyrsta skiptið af bakinu yfir á magann 30. mars 2007
Sat með stuðningi 6 og hálfs mánaða
Fyrsta tönnin kom í ljós 11. júní 2007 - tæplega 7 mánaða
Sat án hjálpar 7 mánaða
Byrjaði að skríða 7 mánaða - eins og skotgrafarhermaður
Fyrsta orðið var mamma og pabba
Stóð fyrst með stuðningi 31. ágúst 2007
Fyrstu sporin voru tekin 4. desember 2007
Fyrsta skiptið sem ég notaði fleiri en eitt orð sagði ég leika lóló (leika á róló) það var í maí 2008
Byrjaði hjá dagmömmu 1 mars 2008
Byrjaði á leikskóla 13. maí 2008
Hjólaði fyrst án hjálpardekkja sumarið 2011 þá 4 ára

Hæð og þyngd

Við fæðingu var ég 50 cm og vó 2820 grömm.
um mánuði seinna eða 19. desember var ég 4200 grömm
í byrjun árs 2007 þann 3. janúar var ég 4670 grömm og 56,5 cm
23. janúar var ég svo orðin 5450 grömm
3ja mánaða var ég 61 cm og vóg 6220 grömm.
4ra mánaða var ég 64 cm og vóg 6610 grömm.
5 mánaða var ég 67,5 cm og vó 7350 grömm.
6 mánaða var ég 70 cm og vó 7970 grömm
7 mánaða var ég 71,5 cm og vó 8050 grömm.
8 mánaða var ég 72,5 cm og vó 8460 grömm.
9 mánaða var ég 74 cm og vó 8600 grömm.
10 mánaða var ég 75 cm og vó 9200 grömm.
12 mánaða var ég 78 cm og vó 9500 grömm.
18 mánaða var ég 86 cm en ég gef ekki upp hvað ég er þung!

Mataræði

Ég fékk að smakka graut í fyrsta skiptið 3. maí 2007.
Ég hætti á brjósti rúmlega 11 mánaða eða þann 20. október 2007

Fyrstu orðin

Þegar ég var 7 mánaða þá gat ég sagt "mamma" og "phapha"= pabbi