Erna Lilja Magnúsdóttir
Erna Lilja Magnúsdóttir
 
 
 

Lasin og jólin alveg að koma

Komið þið sæl öll,

nú er þorláksmessa og ég ligg heima lasinFýlukall

En ég er eitthvað að hressast í dag svo vonandi verð ég tilbúin í slaginn á morgun. Mér finnst rosa spennandi allt þetta jóladót. Það kom meira að segja jólasveinn og bankaði á gluggann heima hjá mér í byrjun desember. Júlía og Lísa María frænkur mínar voru í heimsókn þá. Júlía var viss um að hann væri að skoða hvort við værum ekki allar stilltar og þægar.

Mér finnst allir þessir pakkar sem streyma núna inn á heimilið mjög spennandi og mig langar helst til að opna þá núna en mamma segir að það verði að bíða þangað til jólin koma á morgun.

Nú vona ég bara að þið hafið það öll sem allra best á jólahátíðinni. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!!!

kveðja,

Erna Lilja - lasin jólastelpa.

23. December 2008 - 15:58



Athugasemdir

Guðrún og co. í Svíþjóð

Vonandi áttu þið yndisleg jól, við söknuðum ykkar mikið. Skrítið að halda jól og enginn Maggi bró eða Agla Marta og stelpurnar hefðu nú orðið skrautlegar ef þær hefðu opnað pakkana saman...hehe. Júlía er oft að tala um þennan jólasvein sem kom á gluggann, henni fannst samt synd að Maggi frændi náði ekki að sjá hann líka....

Knús og kossar til ykkar og saknaðarkveðjur
G

27. December 2008

Nafn


Texti