Erna Lilja Magnúsdóttir
Erna Lilja Magnúsdóttir
 
 
 

Gleðigjafi

Ég má til með að setja inn smá sögu frá sjálfri mér. Ég er nefnilega mikill gleðigjafi og mamma og pabbi eru mjög þakklát fyrir það.

Þannig var að í vikunni sem leið vorum við stödd heima hjá ömmu og afa. Amma hafði sótt mig í leikskólann og svo komu mamma og pabbi að sækja mig og afi kom líka heim úr vinnunni. Allt fullorðna fólkið var mjög dapurt vegna atburða dagsins og sumir gráti nær. Þá tók ég upp á því að príla upp á tröppu sem amma notar til að stíga upp á í eldhúsinu, settist þar niður og fór að syngja fullum hálsi "Daginn í dag, daginn í dag gerði Drottinn Guð..." og klappaði með þangað til allir í kring um mig voru farnir að klappa og syngja með mér. Þetta varð öllum til mikillar gleði og okkur tókst á þessu augnabliki að gleyma því slæma sem gerst hafði og njóta þess að vera til.

Núna er annars það helst í fréttum að í gær fór ég og kvaddi gamla heimilið okkar og sótti töskuna mína og flutti út. Það var tekin mynd af mér og pabba með töskurnar okkar og hún verður vonandi sett við tækifæri inn á myndasíðuna mína. Mamma og pabbi afhentu svo lykilinn að íbúðinni í dag. Núna eigum við því heima hjá ömmu Möggu og afa Sissa þangað til við fáum nýju íbúðina afhenta. Ég nýt þess alveg í botn að vera hér hjá ömmu og afa en hlakka líka til að fá nýtt herbergi þegar við flytjum.

bless í bili

Erna Lilja, gleðigjafi.

12. October 2008 - 21:12



Athugasemdir

Anna frænka

Æ, hvað pabbi þinn og mamma eru heppinn að eiga svona gleðigjafa eins og þig.

Knús frá Önnu frænku

19. October 2008

Magga Salla

Knúsinan mín vodalega ertu yndisleg. Hlakka til ad sjá thig aftur.
Magga Salla

4. November 2008

Anna Jóh

æ dúllumía.
knús,
a.

11. November 2008

Nafn


Texti