Erna Lilja Magnúsdóttir
Erna Lilja Magnúsdóttir
 
 
 

Íbúðin seld

Jæja, þá er það mál afgreitt. Mamma og pabbi skrifuðu undir kauptilboð vegna sölu á íbúðinni okkar svo nú förum við bráðum að flytja. Vitum reyndar ekki hvert við flytjum en við þurfum að flytja út úr okkar íbúð um miðjan október - það styttist í það. Vonandi finna þau svo gott heimili fyrir okkur og þá fæ ég sér herbergi fyrir mig og dótið mitt .

Ef við verðum ekki búin að fá afhent nýtt heimili áður en við þurfum að flytja frá okkar þá fáum við að vera hjá ömmu Möggu og afa Sissa - ég veit að mér á ekki eftir að leiðast það ef svo verður. Það verður spennandi að vita hvar við munum búa en ég læt ykkur vita meira af því síðar.

Annars er ég voða kát og glöð þessa dagana. Mér finnst alveg ofsalega gaman á leikskólanum og hleyp inn á hann á hverjum morgni til að hitta Sigrúnu frænku og alla hina krakkana. Við syngjum mikið á leikskólanum og ég er mjög dugleg við að syngja lögin fyrir mömmu og pabba þegar ég kem heim - það er verst að þau eiga stundum í vandræðum með að átta sig á hvaða lag ég er að syngja, en það kemur hjá þeim

kveðja,

Erna Lilja, söngfugl

5. September 2008 - 21:10



Athugasemdir

Guðrún litla systir

Hahahaha man eftir því þegar Júlía var að syngja öll þessi lög en ég átti í stökustu vandræðum með að fatta hvaða lög þetta voru. Jæks hvernig verður þetta með Lísu Maríu, núna verð ég að fara að læra sænsku lögin....hehe.

Knús og kossar
Guðrún

10. September 2008

Nafn


Texti