Erna Lilja Magnúsdóttir
Erna Lilja Magnúsdóttir
 
 
 

Gullkorn

Ég segi  og geri svo margt skemmtilegt þessa dagana.

Ég fór með mömmu í húsdýragarðinn núna í haust. Svo þegar við komum heim þá átti þetta samtal sér stað:   

Pabbi: Erna Lilja var ekki gaman í Húsdýragarðinum. Hvað sástu þar?                                                            

EL: Selina, kýrina (kýrnar) og lémenni (vélmenni).                                                                                  

Mamma og pabbi urðu soldið hissa á þessu með vélmennið en svo fór mamma að spyrja mig út í þetta betur og komst þá að því að ég hélt að gamli maðurinn í rafknúna hjólastólnum væri vélmenni.

***

Þetta samtal kemur mjög gjarnan upp líka og mömmu og pabba finnst það soldið sniðugt.                         

Pabbi: Hvað segir hundurinn? EL: Voff                                                                                                   

Pabbi: Hvað segir kisan? EL: Mjá                                                                                                          

Pabbi: en hvað segir froskurinn? EL: essasú 

***

Ég var að borða pítu með beikoni, grænmeti osti og sósu. Ég fékk mér smá bita og sagði svo "þetta er góð svona spíta"

***

Núna finnst mér alveg rosalega gaman þegar mamma skellir ABBA á fóninn og svo dönsum við og dönsum. Uppáhalds ABBA-lagið mitt er Mamma mia og ég er búin að læra stóran hluta af textanum og syng fyrir mömmu og pabba með mínum framburði á textanum (auðvitað) og dansa svo að sjálfsögðu með.

***

Mamma og pabbi eru búin að ræða við mig að ég verði bráðum svo stór (ég er alveg að verða 3ja ára) og þá verði ég að hætta að nota snuddurnar mínar. Ég var alveg búin að samþykkja að fara með allar snuddurnar í Húsdýragarðinn og gefa litlu dýrunum sem eiga engar snuddur. Svo var mamma að ræða þetta við mig einn daginn: Mamma: jæja Erna Lilja nú ert þú bara alveg að verða 3ja ára og hvað ætlarðu að gera við snuddurnar þínar þá? EL: É ætla gefa dýrunum húsdýragarrium trjár snuddur. Mamma: Ha? ertu alveg viss ætlaðu bara að gefa þeim þrjár ætlarðu þá að eiga hinar sjálf. EL: já. Mamma: ertu alveg viss um að það hafi verið það sem við ætluðum að gera? Hvað ætlarðu að gera við snuddurnar? EL: É ætta kaupa snuddur fyrir dýrin húsdýragarrinum. Ég er sem sagt eitthvað að reyna að bakka með þetta en við sjáum til hvernig gengur þegar ég er orðin stór 3ja ára stelpa.

Læt þetta duga af mér í bili.

kveðja,

Erna Lilja

29. October 2009 - 20:14



Athugasemdir

Helga frćnka

Ţú ert nú meiri krúttulínan frćnka mín!
Ég sakna ţín og hér er líka frćndi sem saknar bestu vinkonu sinnar (Dagbjartur Elí) Vonandi fékkstu bréfiđ frá honum
Knús frá Helgu frćnku

1. November 2009

Nafn


Texti