Erna Lilja Magnúsdóttir
Erna Lilja Magnúsdóttir
 
 
 

nýjar og nýjar tennur ofl

jæja langt síðan ég hef skrifað hér.

Ég er orðin svo stór stelpa, fimm ára og flott. Nú eru sko fullorðinstennurnar farnar að segja til sín en ég er þó ekki búin að missa neina tönn ennþá. Er með eina laflausa framtönn en fullorðinstönnin er byrjuð að koma upp á bak við hana ;) og svo vorum við mamma að uppgötva í dag að það er jaxl á leiðinni kominn hálfur upp - ekki skrítið að mér sé búið að vera illt í gómnum og jafnvel öllu höfðinu líka - mikið álag.

Ég var að koma heim úr Selvíkinni en þar finnst mér afskaplega gaman að vera. Skemmtilegast finnst mér að fara í "gula húsið" og leika mér en það er svona þjónustumiðstöð á svæðinu og þar er risa stórt leikherbergi fyrir krakka. Svo var ég svo heppin að þrátt fyrir að við værum í bústað þar sem ekki var heitur pottur þá voru amma og afi í öðrum bústað rétt hjá og þau leyfðu mér að fara í pottinn hjá sér á hverjum degi :)

ég skemmti mér konunglega á leikskólanum minum en núna er ég á Uglugarði með öllum elstu krökkunum á leikskólanum en í haust þá mun ég byrja í skóla. ég er mikið að hugsa um skólamál en mömmu finnst ég kannski komin soldið langt á undan sjálfri mér því ég er búina ð vera að velta mikið fyrir mér í hvernig skóla ég fer þegar ég verð stór. Til dæmis þá spurði ég mömmu um daginn hvort ég færi í háskóla en mamma útskýrði fyrir mér að það færi allt eftir því hvað mig langaði til að gera eða verða þegar ég yrði stór. Svo fór ég að spyrja mömmu spjörunum úr hvernig skóla ég þyrfti að fara í til að læra hitt og þetta.

Nýjasta áhugamálið mitt er svo servéttusöfnun. Ég er svo heppin að ég á tvær góðar ömmur sem eru búnar að gefa mér fullt af fínum servéttum og mamma og pabbi áttu líka eitthvað sem ég gat fengið í safnið mitt. Svo gaf amma Magga mér líka svo fallegan konfektkassa sem ég get geymt servétturnar í.

en jæja ætli þetta dugi ekki af mér í bili.

kveðja,

Erna Lilja - servéttukona.

4. March 2012 - 23:34



Athugasemdir

Skrifa athugasemd


Nafn


Texti