Erna Lilja Magnúsdóttir
Erna Lilja Magnúsdóttir
 
 
 

Notalegt ævintýri

Jæja er ekki kominn smá tími á fréttir?

Ég er búin að vera í sumarfríi frá leikskólanum núna í júlí. Við fórum eina viku í sumarbústað og höfðum það rosa gott þar. Svo erum við búin að vera heima að slappa af og gera ýmislegt skemmtilegt.

Í dag fórum við í Húsdýragarðinn. Ég og mamma vorum fyrst tvær að leika okkur á meðan pabbi fór og lét klippa sig. Svo bættist pabbi við í hópinn og við fórum öll saman í svona stóran bát sem rólar hátt og í hringi. Mér fannst það sko ekki leiðinlegt. Þegar við vorum búin að fara tvær umferðir í bátinn þá sagði ég við mömmu og pabba: "Þetta var notalegt ...... ævintýri".

Pabbi var búinn að setja inn eitthvað af myndum um daginn og ég þarf að biðja hann að bæta fleirum við því nóg hefur nú verið tekið af myndum af mér í sumar.

læt þetta duga í bili.

kveðja,

Erna Lilja

29. July 2009 - 19:23



Athugasemdir

Anna frænka

Hæ hæ Erna Lilja mín

Segðu nú pabba þínum að það vanti alveg myndir frá því í sumar!

Knús og kossar

22. September 2009

Nafn


Texti