Erna Lilja Magnúsdóttir
Erna Lilja Magnúsdóttir
 
 
 

Sumarið komið

Já loksins er sumarið komið. Ég er búin að bíða lengi eftir því að geta verið á tásunum úti.

Nú er ég í sumarfríi frá leikskólanum og er búin að fara í tvær ferðir. Eina í Ögur og svo vorum við tæpa viku í Selvík. Þ.e. ég og mamma og Atli Viðar, pabbi gat bara verið um helgi þar sem hann þurfti að fara að vinna. En amma Magga og afi Sissi, Helga frænka og fjölskylda voru á svæðinu svo það var mikið fjör.

Við silgdum út í hólmann á vatninu og tókum með nesti og fórum að vaða og það fannst mér sko gaman. Við fórum líka í sund á Selfossi og ég fór alveg sjálf í stóru rennibrautina ég er orðin svo stór enda alveg að verða 5 ára (ég get sko eiginlega ekki beðið eftir því). Ég reyndar gleymdi mér stundum soldið og stakk eitthvað af og eitt skiptið þegar ég ætlaði að fara ein í burtu þá stoppaði amma Magga mig og sagði: "Hvert ert þú að fara?" ég svaðraði: "Hvað er að þér manneskja ég er bara að fara í nínígolfið" og svo var mamma eitt skiptið að segja mér að ég mætti ekki fara svona án þess að spyrja fyrst um leyfi en þá sagði ég: "en mamma þú segir alltaf Nei" þá var bara best að vera ekkert að spyrja og fara bara  Smile

En ég veit alveg að ég á að hlýða mömmu það var bara svo gaman þarna og að fara um allt svæðið að ég gleymdi mér stundum.

Nú þarf ég að fara að biðja pabba og mömmu að skella inn myndum hérna. Þau eru loks búin að setja myndir inn á síðuna hans Atla Viðars litla bróðurs og nú er komið að mér er það ekki?

knús í bili.

Erna Lilja

19. July 2011 - 11:45



Athugasemdir

Skrifa athugasemd


Nafn


Texti