Keran Stueland og Alexander Stueland Ólasynir
 

Gestabók

Margrét Inga (ókunnug)

Kæra fjölskylda.
Ég sendi ykkur baráttukveðjur og bið Guð um að hjálpa ykkur í gegnum erfiða tíma og bið hann um lækningu. Þið eruð algjörar hetjur, sérstaklega hann litli fallegi Keran sem er svona duglegur að berjast. Hann ætlar sér greinilega stóra hluti í lífinu þessi litli jaxl.
Gangi ykkur vel og hugsið vel um hvert annað.
Baráttukveðjur
Margrét

Skrifağ şann 27. March 2009 00:09.

Karen (ókunnug)

Kæra fjölskylda til hamingju með þennan yndislega fallega og sterka strák, hann er alveg æðislegur hann Keran. Ég fylgist með ykkur og dáist af því hvað þið eruð sterk.
Þið eruð í mínum bænum.

Karen

Skrifağ şann 26. March 2009 23:37.

Nína (ókunug)

Kæra fjölskylda, ég hef verið að fylgjast með ykkur hvað þið eruð ótrúlega dugleg og Keran litli er svo ótrúlega duglegur og fallegur strákur. Ég mun hafa ykkur með í bænum mínum og vona að guð gefi Keran góðan bata.

Skrifağ şann 26. March 2009 23:22.

Anna Guðmundsd.

Á hverjum degi fylgjast ég og aðrir með fréttum af litla drengnum ykkar. Öll sem eitt óskum við þess heitt að þessi litli fallegi snáði sigrist á veikindunum sínum. Þið eruð sterk og dugleg. Óska ykkur alls góðs. Anna Guðmundsd. á Patró.

Skrifağ şann 26. March 2009 23:18.

Heiðrún (ókunnug)

Hann er rosalega fallegur. Gangi ykkur vel ég bið fyrir ykkur og vona að hann verði sterkur litli gullmolinn.

Skrifağ şann 26. March 2009 23:14.

Aðalbjörg

Elsku Sigrún og Óli innilega til hamingju með fallega snáðann ykkar... Gangi ykkur vel með kútinn, hann er yndislegur. Vonandi kemst hann heim sem fyrst.

Kveðja Aðalbjörg úr Vogunum (systir Brynju Dísar)

Skrifağ şann 26. March 2009 22:21.

Valdís hennar ásdísar sam..

hææj hææj

ég vildi bara vera góð líka því ég vorkenni ykkur svo svakalega en á svona tímum á bara að hugsa jákvætt og vera sterk eins og þið eruð búin að vera <3
ég hugsa um ykkur endalaust og sendi ykkur sterkar hugsanir og krafta mína og bið fyrir ykkur og honum á hverju kvöldi
bráðum kemur hann aftur heim og leikið sér með allt dótið sitt =)
en jááá hugsa jákvætt og styrkinn þarf núna á þessum tíma en gangi ykkur vel og láti þér batna fljótt því mamma og pabbi vilja fáá þig heim =) góða nótt og sofið rótt <3

kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mínu gakktu hér inn og geymdu mig í guðsfaðmi þínum ''amen'' fyrir Keran <3

Skrifağ şann 26. March 2009 22:13.

Þórunn á Vaðli

Kæra fjölskylda til hamingju með fallega drenginn ykkar ég hugsa til ykkar og bið guð að styrkja ykkur

Skrifağ şann 26. March 2009 22:03.

Guðrún Halla

Kæra fjölskylda
Innilega til hamingju með litla fallega prinsinn ykkar ,ég hugsa til ykkar og hvað þið eruð dugleg vona að allt verði gott

Skrifağ şann 26. March 2009 21:54.

Ásta Mósesd.

Elsku Sigrún og Óli, til hamingju með drenginn og nafnið. Gangi ykkur vel með drenginn. Við munum fylgjast með ykkur og vonandi fáum við að sjá hann fljótlega.

Skrifağ şann 26. March 2009 20:12.

Ásta Mósesd.

Skrifağ şann 26. March 2009 20:07.

Bjarnveig Guðbjartsdóttir

hæ litla fjölskyda vona innilega að allt gangi vel hjá ykkur við hugsum öll til ykkar .Gangi ykkur bara sem allra allra best.Baddý og börn

Skrifağ şann 26. March 2009 19:45.

Helen

Elsku litla fjölskylda.
Ég kíki hér inn á hverjum degi og stundum oft á dag í von um að lesa að "dagurinn í dag" hafi verið kraftaverk.
Ég hugsa rosalega mikið til ykkar.
Þið eruð hetjur og munið sigrast á þessu saman.
Ég held áfram að fylgjast með.
Knús til ykkar.
Kv. Helen

Skrifağ şann 26. March 2009 18:45.

Gudný Ólafsdóttir

kæra fjölskylda, til hamingju með Keran litla og gangi ykkur vel í þessari erfiðu þrautagöngu sem þið eruð að ganga í gegnum. Hugsum til ykkar
Guðný og fjölskylda (við Birna erum systkinabörn)

Skrifağ şann 26. March 2009 16:15.

Jóna Ósk Jónasdóttir

Elsku Sigrún mín, ég hugsa mikið og oft til þín og ykkar. Vona svo sannarlega að allt gangi vel. Knús og kram á þig og þína og bið innilega að heilsa mömmu þinni.

Kv. Jóna Ósk

Skrifağ şann 26. March 2009 15:17.

Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra unga fallega fólk og þá er hann keran litli fallegastur, er bara að senda ykkur baráttukveðjur með ljósi og kærleik.
keran þú ert sterkur strákur og átt eftir að koma þér upp úr þessu
og give my five! Úpps þessi var góður. knús til þín sætastur.
Milla.

Skrifağ şann 26. March 2009 14:59.

Dísa og Siggi Jarls.

Kæra fjölskylda.
til hamingju með litla fallega drenginn ykkar og nafnið hans. Við sendum ykkur styrk og bænir okkar meigi góði guð vaka yfir ykkur.
Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með Keran litla.
kveðja Dísa og Siggi.

Skrifağ şann 26. March 2009 14:15.

kasia

hae sigrun min til hamigju med strakin hann er ekki sma saetur dulla eg vona ad allt gangi vel ...

Skrifağ şann 26. March 2009 12:02.

Hanna Maggý

Hæ hæ frænka.
Við þekkjumst nú ekki mikið en ég fylgist með ykkur oft á dag og vona að þessi martröð verði á enda, og að góðar fréttir berist. Litli engillinn ykkar er svo fallegur og ég bið fyrir honum á hverjum degi. Guð veri með ykkur *knús*.
Kveðja,
Hanna Maggý

Skrifağ şann 26. March 2009 11:25.

Soffía Bæringsdóttir

Kæra fjölskylda. Skrítið að finna svona rosalega til með fólki sem maður hefur aldrei hitt. Ég hef trú á ykkur og þessum fallega snáða. Þið verðið í bænum mínum.

Skrifağ şann 26. March 2009 10:29.

Björk Ína Gísladóttir

Elsku Sigrún og Óli,
ég vil óska ykkur til hamingju með litla fallega prinsinn ykkar og nafnið Keran. Þið eruð algjörar hetjur og sendi ykkur baráttukveðjur, gangi ykkur vel.
kveðja Björk Ína og co

Skrifağ şann 26. March 2009 10:14.

Sólrún G. Rafnsdóttir

Sæl verið þið...Ég þekki ykkur ekki neitt heldur rambaði bara óvart inn á síðuna ykkar. Keran er í huga mínum og ég vona af öllu hjarta að hann fari að hressast og geti farið með ykkur heim...Haldið áfram að vera sterk og dugleg!
Bestu kveðjur Sólrún

Skrifağ şann 26. March 2009 10:11.

Védís frænka á Bíldudal.

Minn er gróðinn mestur
mömmu smái gestur,
vörm sé vaggan þín.
Allt sem blíðast á ég,
allt sem fegurst sá ég,
nú fær notið sín.

Vorsina vona gróði
verða mun að ljóði
barnsins beði hjá.
Vorblær viðlag hefur,
vorblóm litskrúð gefur,
vorfugl-væng og þrá.

Elsku litli frændi og foreldrar.Guð gefi ykkur styrk ,og litla drengnum kraft,til að takast á við erfiða daga.Bestu kveðjur og bænir til ykkar. Védís.

Skrifağ şann 26. March 2009 10:04.

Berglind Ýr Hrafnsdóttir

Ég er systir hennar Hjördísar Karen og langaði bara að kvitta fyrir mig og þið eruð rosalega dugleg og ég sendi ykkur og fallega prinsinum ykkar góða og styrka strauma.
Kveðja Berglind Ýr

Skrifağ şann 26. March 2009 09:30.

Valgerður Snæbjarnardóttir

Komið þið sæl.
Þekki ykkur ekki neitt en var bent á síðuna ykkar.
Vildi bara senda ykkur baráttukveðjur og megi Guð gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á að halda!
Kær kveðja, Valgerður

Skrifağ şann 26. March 2009 09:18.

Vilborg Lilja Albertsdóttir

Kæra fjölskylda, sendi bænir mínar til ykkar og bið að þið fáið styrk og kraft til að sinna fallega prinsinum í veikindunum. Vona af öllu hjarta að hann fái bata.

Skrifağ şann 26. March 2009 07:32.

Sigríður

Til hamingju með þennan fallega dreng, Ég sendi ykkur styrk og mínar bænir.
Kær kveðja, Sigríður

Skrifağ şann 26. March 2009 00:40.

Perína Sigrún Helgadóttir

Hæ til hamingju með þennan æðislega strák. Hann er svo fallegur algjör engill. Ég hugsa til ykkar á hverjum degi, ég sendi ykkur allann minn styrk og bið fyrir ykkur í bænum mínum. Gangi ykkur vel. Kv Petrína.

Skrifağ şann 26. March 2009 00:08.

Rúna

Hann Keran litli er heppinn að eiga fjölskyldu eins og ykkur. Hann er yndislega fallegur drengur og vonandi finnst sem fyrst hvað er að hrjá litla skinnið. Þið eruð í bænum mínum og ég kíki eftir fréttum af honum á hverjum degi. Vona að allt fari á besta veg.
Kv.
Rúna frá Patró

Skrifağ şann 26. March 2009 00:05.

Anna (ókunnug)

Mig langar að senda ykkur innilegar hamingjuóskir með þennan yndislega fallega og duglega dreng!
Ég vona svo heitt og innilega að það verði hægt að finna út hvað er að hjá gullinu ykkar og hjálpa honum.
Hann mun vera í mínum bænum.
Kær kveðja.

Skrifağ şann 25. March 2009 23:53.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28