Keran Stueland og Alexander Stueland Ólasynir
 

Bænir

Leyf mér að ganga inn í sólskinið.
Leyf mér að lifa.
Leyf mér að finna arma móður minnar umlykja mig.
Leyf mér að finna kærleika föður míns allt í kringum mig.
Leyf mér að vera hluti af sköpunarverki Guðs.

----------------------------------------------------------------------------------------------

Í bljúgri bæn og þökk til þín. Sb. 551

Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.

Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.

Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.


Pétur Þórarinsson

-----------------------------------------------------------------------------------

Þú ert yndið mitt yngsta og besta,
þú ert ástarhnossið mitt nýtt,
þú ert sólrún á suðurhæðum,
þú ert sumarblómið mitt frítt,
þú ert ljósið sem lifnaðir síðast,
þú ert löngunnar minnar Hlín.
Þú ert allt sem ég áður þráði,
þú ert ósk, - þú ert óskin mín.

Höfundar: Þórarinn Guðmundsson/Gestur

--------------------------------------------------------------------------------- 

Þó þung séu oft sporin á lífsins leið ,

og ljósið svo skelfing lítið.

Skaltu eiga þér von , sem vin þinn í neyð,

það virkar , en virðist svo skrítið.

 

 því vonin ,  hún vinnur gegn myrkri og kvíða,

og veitir þér styrk sinn í stormi og byl.

Sjá ,  ljósið mun stækka, og þesss skammt er að bíða .  

að í sólskinið sjáir ,  ég veit það er til .

                                          shl..