Júlí 2009
Vorum á leiðinni inn í Grindavík, Ari var að keyra. Allt í einu heyrðist úr aftursætinu
Hrafntýr:" pabbi stop."
Mamma: "Afhverju ?"
Hrafntýr : "Hrafntýr keyra, hehehehehe" svo hló hann.
Mamma og pabbi gátu ekki hamið sig og hlógu með.
Október 2009
Klukkan var 20:00 og mamma var að svæfa börnin. Margrét var óhress og mamma var að reyna að róa hana niður og byrjaði að syngja fyrir hana.
Mamma: "sofðu unga ástin mín...."
Hrafntýr settist upp í rúminu mjög pirraður og kallaði hátt og snjallt
Hrafntýr: "Mamma, ekki syngja. SOFA."
Svo lagðist hann aftur niður og fór að sofa.
Nóvember 2009
Hrafntýr : "Mamma hvað er þetta ?" og benti á bóluna á kinninni hennar mömmu
Mamma: "þetta er bóla."
Hrafntýr : "auga" benti á augað, "nebbi" benti á nefið, "munnur" benti á munninn...."bóla" benti á bóluna hennar mömmu...
Desember 2009
Hrafntýr var að leika í kubbakassanum með því að hræra vel í honum,
Mamma: "Hættu nú að hræra svona hratt í kubbakassanum, þú átt eftir að meiða þig"
Hrafntýr hætti ekki og hélt áfram.
Hrafntýr: "Áiiiiiii, ég meiddi mig mamma :(, mamma kyssa "
Mamma: "ég sagði þér það"
Hrafntýr snéri sér að Margréti
Hrafntýr: "Margrét kyssa"
Hann rétti systir sinni puttann, og Margrét gapir stórt
Hrafntýr: "Nei, Margrét...kyssa puttann"
Margrét setur stút á varirnar og kyssir puttann á bróðir sínum, svo halda þau áfram að leika.
(Gerist það mikið sætara?)
Mars 2010
Einn morguninn var mamma ferakar fúl og í leiðilegu skapi. Hún var að hjálpa Hrafntý að klæða sig í fötin. Svo horfði hann á mömmu sína og sagði
Hrafntýr : "mamma, fæ ég eitt bros?" svo brosti hann út í annað
Hvað gat mamma annað gert en að brosa :D
April 2010
Mamma, Hrafntýr og Margrét stóðu við stofugluggann og voru að horfa á loftbelg sem sveif framhjá okkur.
Hrafntýr: " Mamma, Margrét og Hrafntýr eiga fara saman í gulann loftbelg"
Mamma: "en pabbi?"
Hrafntýr: "nei, pabbi á að vera heima að læra"
Og hananú.
Maí 2010
Mamma var að elda Lasagne og strákurinn borðaði alveg rosalega mikið af því.
Mamma: "Hrafntýr er þetta gott?"
Hrafntýr: "nei"
Mamma: "afhverju borðaru svona mikið?"
Hrafntýr: "Til að vera stór"
Ég kaupi það.
Ágúst 2010
Pabbi sullaði óvart niður vatninu hans Hrafntýs..
Hrafntýr: "Pabbi kjánaprik."
Október 2011
Hrafntýr: mamma, Dino (risaeðla í teiknimynd sem heitir Dinosariotoget) hann er köttätare (kjötæta).
Mamma: já, Hrafntýr það er alveg rétt, hvað með hinar risaeðlunar?
Hrafntýr: þær borða fisk.
Mamma, já, alveg rétt.
Stuttu seinna...
Hrafntýr: mamma, ég er ekki köttätare
Mamma: nú, hvað þá?
Hrafntýr: ég er spagettí-ätare.
September 2011
Eitt kvöld við kvöldmataborðið spurði mamma Hrafntý hvort af eftirtöld þætti honum best, spagettí eða fiskipinnar
Hrafntýr: Spagettí með fiskipinnu. Bæði. (þá vitum við hvað verður í afmælismatinn hjá honum)