Fæðingasaga Margrétar:
Mamma segir frá: jæja, nú er komin tími til að segja frá fæðingunni. Þetta byrjaði allt eftir langan göngutúr. Ég og mamma (amman) fórum í langan göngutúr kvöldið 22.september. Eftir það þá sátum við og horfuðum á sjónvarpið í ró og næði, uppúr miðnætti 23.sept. byrjaði ég að finna verki þeir voru reglulegir en langt á milli. Við ákváðum þá að fara bara uppí rúm og reyna að sofna ef eitthvað skyldi nú gerast um nóttina.
Ég vaknaði svo um 3:00 með að mér fannst mikla verki. Ég fór fram í tölvuna til að dreyfa huganum og taka tímann á milli verkja. Þegar 4 mín voru á milli ákvað ég að hringa upp á spítala og spyrja hvort ég mætti kíka. Mér var velkomið að koma þannig að ég ákvað að vekja Ara og mömmu. Við fórum komin upp á spítala um 5:00 leytið. Þar var ég sett í mónitor og útvíkkunin mæld. Hún var nú ekki nema 1cm og leghálsinn var enn 2 cm. Ég var hundfúl, allir þessir verkir en ekkert að gerast. Um kl 08:00 var aftur athugað með útvíkkun og þá var hún 2-3 cm og leghálsinn 1cm. Ákveðið var að senda mig heim mér til mikillar óánægu.
Þegar ég kom heim fór ég strax að leggja mig og þegar ég vaknaði aftur um kl 14:00 höfðu allir verkir dottið niður. Ég var reyndar með smá verki en það var langt á milli og mjög óreglulegir. Ég var alveg miður mín.
Um kvöldið ákvað ég að fara snemma að sofa af því ég hreinlega nennti þessu ekki. Ég vaknaði svo um klukkan 02:00 24.september alveg að drepast úr verkjum. Nei, nú var eitthvað að gerast. En ég skildi sko ekki fara aftur upp á spítala og vera send aftur heim. Ég fór fram í tölvuna og sem betur fer var Maya systir á msn og ég gat talað við hana. Þegar 4-3 mín voru á milli verkja ákvað ég að núna gæti ég ekki meir. Ég vakti Ara og mömmu, og ég held að þau hafi séð það alveg á mér að nú væri sko eitthvað að gerast.
Við vorum komin upp á fæðingadeild um kl 04 þar var ég sett í mónitor og athugað með útvíkkun sem var orðin 4cm Ég bara trúði þessu ekki, rosalega er þetta að gerast hægt. Verkirnir voru orðnir svo slæmir að ég var hætt að gera andað mig í gegnum þá, var að missa stjórn á þeim. Kl 05 var útvíkkunin orðin 5cm, þá ákvað ég að vilja mænurótadeyfingu. Á meðan beðið var eftir svæfingalækninum þá var mér boðið glaðloft, hmm...mæli ekki með því. Ég andaði að mér tvisvar og ældi svo, það var ekki á það bætandi takk. Kl 07:00 kom svæfingalæknirinn og setti upp deyfinguna. Ohh, þvíliíkur léttir. Loksins gat ég brosað hringinn. En nú gekk allt miklu hægar fyrir sig, Kl 08:30 var útvíkkunin ekki nema 6cm. Þá var ákveðið að sprengja belginn og þvílíkt magn af vatni, það varð að moppa upp úr gólfinu og skipta á öllu rúminu hehehe.
Samt gekk þetta nú hægt þannig að um klukkan 10:00 var ég komin með 7cm í útvíkkun, aftur.. Aníta ekki glöð.Þá var ákveðið að setja upp dripp nú átti barnið að koma takk fyrir. kl 10:30 fékk ég drippið. Ég og Ari ætluðum núna að hafa það næs á meðan við værum að bíða eftir dömunni og ætluðum að horfa á eitthvað á iphoninum hans Ara.En NEI! það byrjuðu strax MASSA VERKIR... hvur ansk... ég var með mænurótadeyfingu.. hvað var að ske?... ég fékk Ara til að hringja bjöllunni fyrir mig af því að verkirnir voru of slæmir. Ljósurnar komu inn skæl brosandi eins og vanalega (get svarið það þær voru óvenju glaðar), ég sagði við þær að ég skildi sko ekki þessa verki, ég grét af verkjum. Þær skoðuðu mig og brostu, þá sagði ég þeim að ég þyrfti nú eiginlega á WC. Þá var kátt í höllinni, þær brostu út að eyrum og sögðu mér að ég væri að fara eignast barn. Mín var komin með 10cm í útvíkkun og nú mætti ég rembast.
Ég skildi þetta ekki alveg, fara frá 7-10cm í útvíkkun á 30mín ekki góð hugmynd. jæja, nú var komin tími til að rembast. Eftir fimmta rembinginn skaust þessi líka fallega dama í heiminn og klukkan var 11:06. Um leið og ég fékk hana á bringuna pissaði hún á mömmu sína ;) það var og. Vá, þvílík upplifun...yndislegt en drullu erfitt. Ólíkt síðast þá fæddist fylgjan alveg heil og flott í þetta skiptið, og allir ánægðir.
Ari stóð sig eins og hetja og vil ég þakka honum óendalega fyrir allan stuðningin. Ég elska þig Ari.
Fæðingasaga Hrafntýs:
Mamma segir frá: Langar að segja svolítið frá þessari mögnuðu lífsreynslu. Þetta byrjaði allt á þriðjudeginum 22 maí, eftir ferðina upp á meðgöngudeildina. Ég byrjaði að fá óreglulega og væga verki upp úr kl 18. Svo um klukkan 21 þá var ég komin með reglulega verki en frekar langt á milli. Ég og Ari grínuðumst með þessi strákur ætlaði greinilega ekki láta segja sér fyrir vekum þar sem það var búið að ákveð að ég færi í gangsettningu kvöldið eftir.
Jæja, upp úr miðnætti var ég byrjuð að fá reglulega verki og stutt á milli þeirra. Ég ákvað að fara ekki strax upp á deild af því að ég hreinlega trúði ekki að hlutirnir væru að fara gerast. Þegar klukkan var orðin 3 þá gat ég ekki meir og við hringdum upp á deild (Hreiðrið) og okkur var sagt að við værum velkomin. Þegar við vorum að leggja í hann lengdist svo tíminn á milli verkjanna og ég ákvað að við mundum vera heima aðeins lengur og reyna að hvíla okkur.
Þegar ég var að leggjast til hvílu þá fann ég fyrir belgnum springa, ÚPS!!! hljóp beint inn á klósett og jújú það var byrjað að leka. Núna byrjuðu sko alveru verkir................og ég hugsaði ALDREI AFTUR hehe. Ég vakti Ara og sagði að við urðum að fara upp á deild ekki seinna en núna.
Ég get ekki lýst verkjunum, en þetta voru sko ekki venjulegir samdráttaverkir. Þegar við vorum komin upp á Hreiður kl 4:30 þá var ég algjörlega búin á því, en var rétt að byrja. Ég byrjaði á því að æla út af verkjum, fékk að prufa baðið til að lina verkina. Það hjálpaði nú ekki mikið. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki mikið eftir þessu tímabili, bara það að ég hélt að ég væri að deyja og það mætti enginn koma nálægt mér. Ég var í baðinu í 4 tíma án þess að hreyfa mig. Svo gat ég ekki meir. Sagði við ljósuna að ég vildi mænurótadeyfingu og það strax.
Þessi elska fór og athugaði hvort það væri hægt inn á fæðingargangi, og jú ég fékk að komast að. Um kl 11 fékk ég deyfinguna ..........LENGI LIFI MÆNURÓTADEYFING.......... Vá þvílíkur léttir. Ég gat hugsað, talað, og loksins fékk Ari að komast nálægt mér. En útvíkkunin var hæg, og ég þurfti áfyllingu á deyfinguna á klukkutíma fresti. Í eitt skiptið dróst það og ég byrjaði aftur að æla af verkjum. Hræðilegt.
Þegar úttvíkkunin var orðin 9, um klukkan 18 þá kom læknirinn til að kíkja á mig vegna þess að ekkert var að gerast og samdrættirnir stóðu svo stutt yfir. Þá kom í ljós að litli prinsinn snéri vitlaust, þ.e.a.s andlitið upp. Þetta skýrði loksins þessa óbærulega verki sem ég var að fá. Hann sat fastur við lífbeinið greyið og ég gat ekki með nokkru móti þryst honum út.
Kl 20 var búið að ákveða að reyna taka hann út með sogklukku eða bráðakeisara. Mér var rúllað inn á skurðstofu og allt gert klárt fyrir keisara ef sogklukkan virkaði ekki. kl 21:18 miðvikudaginn 23. maí fæddist líka þessi myndarlegi drengur.
Þegar hann kom í heiminn var hann algjörlega líflaus, helblár og heyrðist ekkert í honum :( mikið rosalega vorum við hrædd. Barnalæknirinn tók hann strax og byrjaði að örva hann. Stuttu seinna byrjaði hann að kjökra og fá á sig réttan lit, en hann var samt mjög slappur. Eftir stutt stopp, þannig að ég gæti séð hann í 2 sek. þá var farið með hann upp á vökudeild og þar var hann settur í hitakassa. Ari var hjá mér á meðan það var verið að klára mig, þar sem fylgjan var föst og vildi ekki út frekar en drengurinn. Það þurfti að sækja fylgjuna (frekar subbulegt) og ég missti svolítið blóð en þurfti ekki blóðgjöf.
Eftir að ég var búin inn á skurðsstofu fór Ari inn á vöku til að vera hjá stráknum. Stuttu seinna fékk ég að fara til þeirra líka, þegar ég kom var strákurinn búinn að fá grænt ljós til að fara úr hitakassanum og til okkar :) hann braggaðist mjög fljótt og er stálhraustur í dag.
Ég var inniliggjandi á sængukvennadeild í 3 daga, drengurinn fékk smá gulu en þurfti ekki að fara í ljós þannig að við litla fjölskyldan erum loksins komin heim :)
Vil endilega taka fram að starfsfólkið á spítalanum er FRÁBÆRT.
Takk fyrir okkur.
Aníta, Ari og Gaur ;)