Ingunn Rebekka og Björgvin
 

Gullkorn

Hér eru nokkur gullkorn frá henni Ingunni Rebekku.

Stundum er samt erfitt að koma gullkornunum í orð, stundum þarf maður bara að vera viðstaddur en þið vitið hvernig þetta er.

Vonandi verða gullkornin skiljanleg :)

 

Gullkorn frá árinu 2012

10. febrúar
Mamma og Ingunn Rebekka voru í mat hjá Ingunni ömmu. Árni frændi var að skoða eitthvað á netinu og Ingunn Rebekka vildi sjá. Þar var mynd af "Landsbankahúsinu" uppi á Höfða.
Árni Þór spyr: "veistu hvar þetta er?"
Ingunn Rebekka: "nei"
Árni Þór: "þetta er rétt hjá Gullinbrúnni, veistu hvar hún er?"
Ingunn Rebekka: "já, þar sem maður hendir peningum í"
Árni Þór: "ok, en veistu hvar jólasveinarnir eru?" (veit ekki alveg hvað hann var að hugsa þarna)
Ingunn Rebekka:"já, uppi í fjöllunum!"
(Asnalegar spurningar fá asnaleg svör Wink)


13. febrúar
Það var komið að háttatíma og Ingunn Rebekka var búin að vera mjög vælin. Pabbi var að bursta tennurnar og búinn að biðja hana oft um að opna munninn og svo þurfti hún að þvo hendurnar og vælið hélt áfram. Við báðum hana um að hætta þessu annars yrði ekkert lesið fyrir hana (foreldrarnir orðnir svolítið pirraðir). Þá segir Ingunn Rebekka kjökrandi: "þetta er bara ískur" Cry

23. febrúar
Ingunn Rebekka: "mamma, ég var að spá"
Mamma: "já, hvað varstu að spá?"
Ingunn Rebekka: "eigum við ekki að laga til eitthvað?"
Mamma: "inni hjá þér þá?"
Ingunn Rebekka: "nei, hérna (í eldhúsinu) það er allt í drasli" 

29. febrúar
Ingunn Rebekka er að fara klæða sig í stígvélin sín og spyr hvort þetta sé krummafótur og bendir pabbi á hægri fótinn og segir að þetta sé hægri og hún fer í rétt stígvéli. Svo spyr pabbi: "hvaða fótur er þetta?" (og bendir á vinstri fótinn). Ingunn Rebekka svarar: "þessi fótur!" 

30. mars
Við mæðgur vorum að labba inn frá bílastæðinu og mamma segir henni að hún megi alveg taka snudduna úr munninum á leiðinni inn. Þá segir Ingunn: "eru páskar núna? - uh, nei!" (lesist með attitjúdi)
(Við erum semsagt búin að vera ræða það að hætta með snudduna um páskana). 

31. mars
Vorum að keyra í íþróttaskólann og Ingunn er að sparka í stólinn sinn. Mamma bannar henni það og þá segir hún: "þegar ég orðin fullorðin þá get ég standið og býið til matinn og ekki sparka í stólinn".

5. apríl
Ingunn Rebekka var að horfa á teiknimyndirnar og það var komið að Herramönnunum. Þá segir hún: "ég vil ekki horfa á þetta, mér finnst þetta leiðinlegt". Mamma: "afhverju finnst þér þetta leiðinlegt?" Ingunn Rebekka: "þeir eru mikið vitlausir" (það fíla ekki allir vitleysuna í Herramönnum greinilega). Smile

19. apríl
Mamma og Ingunn voru að borða morgunmat og Ingunn var að skoða reiknivél í leiðinni. Svo sagði mamma henni að prófa að gera 1+1 og ýta svo á =, þá kom út 2. Mamma reyndi að útskýra þetta betur fyrir henni með því að nota dadú (snuddu).
Mamma: "sjáðu, hérna er 1 dadú + 1 dadú, hvað ertu þá með margar dadú?"
Ingunn Rebekka: "röð!"

19. maí
Vorum öll að vakna og Ingunn Rebekka lá enn í rúminu sínu og kallar: "mamma, nú er ekki leikskóli".
Mamma:"nei, og ekki íþróttaskóli heldur"
Ingunn Rebekka: "við getum bara glápið á sjónvarp í allan dag!"

22. maí
Ingunn var að hjálpa mömmu að búa til afmæliskort handa Kormáki og Kristófer. Hún hafði litað kalla, mamma klippti þá út og svo settum við lím-púða aftan á. Á meðan Ingunn var að taka miðann af lím-púðunum á öðrum kallinum var mamma að klippa út hinn kallinn. Svo segir Ingunn: "sjáðu hvað ég er búin að taka mikið!" Mamma segir bara "já, flott hjá þér" en lítur ekki alveg á hvað hún er búin að gera og þá segir Ingunn: "þú sérð ekki með kinnonum!"