Maí 2013: ,,Mamma, ég er með svona sykurbrjóst" - Baldur Steinn að tala um brjóstsykurinn í munninum sínum. Júní 2013: Pabbinn var að ræða við soninn um dreka og spurði hvort hann héldi nokkuð að það byggi dreki á efri hæðinni. Þá svarar Baldur Steinn: ,,Nei það er enginn dreki á efri hæðinni, þeir búa bara í Afríku því þar búa öll vondu dýrin." Janúar 2014: Baldur Steinn var í læknisleik með dúkkuna sína. Eftir að hafa kíkt í eyrað á henni sagði hann: ,,Æjj æjj hún er mjög lasin því hún er með kellingar í eyrunum." Mamman leiðrétti þetta og sagði að hann ætti örugglega við að dúkkan væri með bakteríur í eyrunum. Júlí 2014: ,,Mamma getum við fengið okkur bíl sem er með svona zombie merki?" Baldur Steinn bendir á Peugeot bíl. Júlí 2014: ,,Mamma, þessi hlýtur að hafa verið MJÖG lengi í sólinni." Við mættum blökkumanni úti á götu.