Elísabet og Ástrós Sigurjónsdætur
 

Gullkorn Elísabetar

31. júlí 2012 - Mamma, við bara stelpurnar heima. Strákurinn okkar í vinnunni.

5. ágúst - Ég: kom kúkur? Elísabet: Nei, bara svona súpukúkur.

7. ágúst 2012 - Mamma, vantar band. Bara svona tvo metra.

13. september 2012 - Sigurjón: Elísabet, hvenær ætlar þú að fara að sofa? Elísabet: átta tuttugu!

2. nóvember 2012 - Ég: Hvað gerir þú þegar Guðrún Marta (leikskólavinkona) fer að gráta? Elísabet: Bara svona *strýkur fótinn á mér*, og geri svo bara gott úr 'essu.

5. nóvember 2012 - Elísabet: Mamma, pabbi. Þið verðið að vera í röð! Pabbi, hvar er röðin mín!? (við eigum s.s. núna að labba allt í stærðarröð, hún fremst að sjálfsögðu)

22. desember 2012 - Elísabet: Ég heiti Elísabet Sigurjónsdóttir Maríudóttir Grýla Spiderman (á aðfangadag bættist svo jólastelpa aftan við rununa)

23. desember 2012 - Elísabet: Heyrðu mamma. Ég er með hugmynd. Setjum bara pakkana undir tréð núna.

24. desember 2012 í hádeginu - Ég: Við ætlum að opna pakkana þegar við erum búin að borða kvöldmatinn okkar. Elísabet: Mamma, við skulum borða kvöldmat núna.

30. mars 2013 - Við vorum áðan að tala um að við þyrftum að bjóða ömmunum á vorhátíð hjá leikskólanum.
Elísabet: Já, við bjóðum öllum ömmunum. En ekki þeim sem eru dánar. Þær eru ofaní jörðinni og komast ekki. Við bara löbbum ofaná þeim og svo setjum við gras.

 11. maí 2013 - Ég: Elísabet, hvað ertu með á hálsinum? Elísabet: Tyggjó, ég var að setja svona á hálsinn minn. Ég: Afhverju settiru tyggjó á hálsinn þinn? Elísabet: Mamma, svoleiðis gera krakkar!

11. júní 2013 - Ég: Er þér heitt? Ertu alveg að bráðna? Elísabet: Nei, mamma! Ég er ekki marmelaði, ég er stelpa.

júlí 2013 - Ég: Viltu meiri hamborgara? Elísabet: Nei, ég er alveg bálsödd.

6. ágúst 2013 - Anna Rós: Góða ferð og farið varlega.
Elísabet: Afhverju eigum við að fara varlega? Æltar mamma að keyra?

mars 2014 - Elísabet: Mamma, Ástrós er hvítvoðungur. Ragga sagði það. Það er barn sem er í svona bílstól.