Los Rodríguez
 

Guestbook

Amma og afi á Fjölnisvegi

Elsku hjartans Anton Örn.
Til hamingju með tíu mánaða afmælið í dag og kærar þakkir fyrir samvistirnar á Spáni nýverið.
Það er gaman að skoða nýjustu myndiran frá Spáni af þér og fjölskyldunni. Þær eru frábærar. Meira að segja kominn með vinkonu eins og stóri bróðir.
Við óskum ykkur góðrar ferðar yfir hafið og heim og hlökkum óskaplega til sð sjá ykkur aftur.
Guð veri með ykkur.

Posted July 23, 2010 at 10:02.

Amma og afi á Fjölnisvegi

Elsku litla sæta krútt Anton Örn.

Hlýjar hugsanir til þín frá okkur í tilefni níu mánaða afmælis þíns í dag.
Í gær hófst Sólmánuður samkvæmt gamla íslenska tímatalinu. Hann byrjar aldeilis vel með glampandi sól. Hún brosir líka sínu blíðasta til þín og við vitum að þú brosir fallega á móti.
Guð blessi þig ávallt og verndi.
Bestu kveðjur til ykkar á Laugateignum.

Posted June 23, 2010 at 13:59.

Sonja frænka

Elsku fallega fjölskylda !!
Það er svo gaman að skoða myndirnar af ykkur, foreldrarnir taka ekkert lítið skemmtilegar og flottar myndir af fallegu strákunum sínum :) Þetta hefur greinilega verið frábær ferð hjá ykkur vestur :)
Knús á ykkur frá okkur

Posted June 21, 2010 at 20:19.

Amma Lilja og afi Guðlaugur

Elsku Anton Örn.

Þú ert nýlega orðinn átta mánaða, þann 23. maí s.l. Til hamingju með það. Einn mánuður finnst manni ekki langur tími en hjá þér er hver slíkur stórt skref í framförum. Nýjustu myndirnar á síðunni sýna það t.d.vel.
Það er gaman að sjá hve athugull þú ert og fylgist vel með því sem er að gerast umhverfis þig. Svipbrigði þín eru líka litrík, allt frá hrífandi fjölbreyttu brosi til angistarsvips eins og þegar afi setti upp lesgleraugun sín einn daginn og breyttist að því er virtist í skelfilega ófreskju. Sem betur fór var hann nógu snöggur að taka þau af sér áður en í óefni var komið.
Frá Fjölnisvegi færð þú sendar hlýjar kveðjur með kossi og knúsi elsku vinur. Góður guð veri ætíð í för með þér.

Posted May 25, 2010 at 23:06.

maria

que preciosidad de hijos q teneis!!felicidades!!!estan para comerselos!!

Posted May 13, 2010 at 21:40.

Jórunn

komið svona nýtt og fínt lúkk á síðuna :)

Posted April 29, 2010 at 23:21.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Elsku Anton Örn.

Afsakaðu smá töf á kveðju til þín. Þú áttir sjö mánaða afmæli í fyrradag 23. apríl. Til hamingju með það.
Bestu óskir um góða velferð á lífsleiðinni framundan. Guð blessi þig.

Posted April 25, 2010 at 14:03.

Jórunn

langt síðan ég hef skrifað í gestabókina en aprílalbúmið er svo flott. Svo mikið af flottum myndum og eldgosamyndirnar nottla stórfenglegar. Mér finnst DS alltí einu orðin svo stór vá. Algjör krakki
kv sys

Posted April 19, 2010 at 22:24.

Stefanía

Innilegar hamingjuóskir með afmælið Daníel Snær og til hamingju með skírnina og nafnið þitt Anton Örn.
Bestu kveðjur til allra og gleðilega páska

Stefanía frænka

Posted April 2, 2010 at 17:03.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Elsku Daníel Snær.

Til hamingju með þriggja ára afmælið í dag. Þú hefur heldur betur mannast á þessum þremur árum og býrð yfir góðum efnivið til framtíðar Það er gaman að fylgjast með öllum framförum þínum. Málþroskinn er á hraðri uppleið. Lítil vandræði með tungumálin tvö íslensku og spænsku. Þú skiptir auðveldlega milli þeirra. Talar íslensku þegar það á við og snarar þér svo yfir í spænskuna þegar þess er þörf.

Gakk þú á guðs vegum elsku hjarfólgni vinur. Guð blessi og fjölskyldu þína.

Posted March 27, 2010 at 11:47.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Elsku Anton Örn.

Hjartans kveðjur og hlýjar hugsanir til þín í tilefni þess að þú er hálfs árs gamall í dag. Til hamingju með það :-) Haltu bara áfram að brosa til heimsins eins og þú gerir svo oft og fallega. Amma og afi á Fjölnisvegi.

Posted March 23, 2010 at 10:39.

Sonja frænka

Innilegar hamingjuóskir með skírnina elsku fjölskylda :* Flottar myndirnar úr skírninni, þið eruð svo rík að eiga svona fallega og duglega drengi :)

Hjartans kveðjur,
Sonja og Karítas Kristín

Posted March 12, 2010 at 17:01.

Jóhanna

Til hamingju með skírnina þína elsku Anton Örn, alveg ertu alveg yndislegur á myndunum í fallega kjólnum! Og Daníel er alveg æðilegur í hlutverki stórabróðurs!

Posted March 12, 2010 at 12:39.

Dóra og Ketill Gauti

Til hamingju með skírnina. Það er svo mikill bræðrasvipur með Daníel Snæ og Antoni Erni, æðislega sætir báðir tveir. Væri gaman að hittast við tækifæri.

Dóra

Posted March 11, 2010 at 16:33.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Ástarkveðja til Antons Arnar.

Frá ömmu og afa á Íslandi. Tilefnið er dagsetningin 23. febrúar. Þú ert fimm mánaða í dag elsku yndislega krútt. Til hamingju :-) !
En núna skilur okkur að Atlandshafið víða svo að við getum ekki tekið þig í fang og knúsað. Við biðjum því ástvini þína þér nærstadda að gera það fyrir okkur.
Það gleður okkur líka að sjá á myndum og heyra hversu hratt þér fer fram í þroska og hversu mikið þú heillar alla með glaðværu viðmóti þínu og persónutöfrum.
Heilsaðu einnig elsku stóra bróður og segðu honum að við söknum ykkar og hlökkum óskaplega til að sjá ykkur ásamt mömmu og pabba og ömmu og afa á Spáni.
Guð blessi ykkur öll á vegferð allri.

Posted February 23, 2010 at 11:15.

TOÑI Y PEPE de Salamanca

Hemos visto fotos y videos de vuestros hijos. Estan preciosos. Os deseamos que disfrutéis de ellos todo lo más posible y esperamos conocerlos pronto. Entre tanto os enviamos un besazo para todos.

Posted February 17, 2010 at 23:47.

Lena

Bara að kvitta fyrir mig:) Skemmtilegar myndir frá Spáni!

Posted February 12, 2010 at 16:41.

Jóhanna

Aldeilis að lífið virðist leika við ykkur í dekri hjá ömmu og afa :) Hafið það rosa gott áfram!

Posted February 10, 2010 at 22:45.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Bestu þakkir fyrir skemmtilegar myndir . Ástarkveðjur.

Posted February 8, 2010 at 12:01.

Stefanía Stefánsdóttir

Vil bara kvitta fyrir mig var að skoða myndirnar. Þið eruð svo fallegir strákar og duglegir líka.
Kveðja Stefanía

Posted February 5, 2010 at 18:10.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Gaman að sjá nýju myndirnar. Litlu prinsarnir eru frábærir eins og venjulega. Sendum þeim marga kossa og knús :-) Hjartans kveðjur til ykkar allra.

Posted February 4, 2010 at 17:25.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Nú vorum við ansi sein að átta okkur á dagatalinu. Það er 23.janúar í dag og því fjórir mánuðir síðan þú fæddist elsku Anton Örn. Amma og afi á Fjölnisvegi óska þér til hamingju með það og senda þér koss og knús. Nýjustu myndirnar af þér á síðunni ykkar eru frábærar og sýna hvað þú ert sætur og myndarlegur strákur.
Innilegustu kveðjur og framtíðaróskir á Laugarteig.

Posted January 23, 2010 at 19:39.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Elsku Anton Örn.
Í dag er eru tveir hátíðisdagar, því þriggja mánaða afmæli þitt ber upp á Þorláksmessu. Til hamingju með þann áfanga elsku vinur. Í dag erum við svo heppin að fá þig tvisvar í heimsókn. Fyrst í pössun og síðan í kvöldmat.
Guð fylgi þér og fjölskyldu þinni á vegferð ykkar inn í framtíðina.

Posted December 23, 2009 at 16:27.

Dóra og Ketill Gauti

Langt síðan ég hef kíkt á sætu bræðurna og ó mæ þeir verða nú bara sætari og sætari, ef það er þá hægt.

Jólakveðja til ykkar,
Dóra

Posted December 13, 2009 at 15:13.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Elsku Anton Örn.

Amma og afi á Fjölnisvegi senda þér innilegar hamingjuóskir í tilefni þess að þú ert tveggja mánaða í dag.
Hér í Reykjavík skartar náttúran núna fegursta búningi sínum og sólin brosir við þér sínu hlýjasta brosi, rétt eins og þú gerir á forsíðu heimasíðu ykkar. Er þetta ekki falleg og táknræn afmælisgjöf um bjarta framtíð?
Þess óskum við þér elsku litli vinur. Guð blessi þig og fjölskyldu þína.

Posted November 23, 2009 at 14:09.

Lena

Svooooo sætir bræður!:)

Posted November 10, 2009 at 10:10.

Stefán

Maður þyrfti að geta lagað færslurnar sínar svo að svona augljósar stafsetningavillur blasi ekki við manni að eilífu

Posted October 23, 2009 at 18:26.

Stefán

Óska ykkur til hamingju með 1 mánaðarafmæli litla Rodruguez. Gaman að sjá hvað hann hefur dafnað og þroskast á þessu tíma

Posted October 23, 2009 at 13:10.

Amma Lilja og afi Guðlaugur.

Elsku hjartans litli Rodriguez.
Í dag ert þú eins mánaða gamall, nákvæmlega fjögurra vikna og tveggja daga. Innilega til hamingju með það elsku litli engill. Þegar við hittumst fyrir stuttu síðan sendir þú okkur þetta líka guðdómlega bros. Það hitti beint í mark, sannkallað hjartaskot :-) . Vonandi fáum við fleiri slík þegar við hittum þig í dag. Guð blessi þig og fjölskyldu þína yndislegi drengur.

Posted October 23, 2009 at 09:41.

Margrét Arna

Yndislegir bræður :)

Posted October 18, 2009 at 21:07.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13