Herdís Erla & Ýmir Andri
 

Velkomin á heimasíðu Herdísar Erlu og Ýmis Andra

Herdís Erla fæddist 29.desember 2012 kl. 01.32. Hún var 14 merkur, 51 cm og 3565 gr.

Með jarpt hár og dökkblá augu. Ljósmóðirin sem tók á móti heitir Elín Sigurbjörnsdóttir og læknirinn Jón Ragnar Jónsson.

Herdís Erla lét aðeins bíða eftir sér, settur dagur var 23.desember á Þorláksmessu.

Hún fæddist í brjáluðu veðri og við vorum á Akranesi í 3 daga og komum svo heim á gamlársdag. Allt gekk vel og gengur ennþá rosa vel - gætum ekki verið heppnari.

Hún var skírð sunnudaginn 17.febrúar á Löngumýri í Skagafirði, presturinn var Gísli Gunnarsson.

Ýmir Andri fæddist 30.nóvember 2015 kl.17:26. Hann var 15,5 merkur og 53 cm og 3.845 gr.

Með ljóst hár og dökkblá augu. Ljósmóðirin sem tók á móti heitir Jóhanna Ólafsdóttir og læknirinn heitir Konráð Lúðvíksson.

Ýmir fæddist í stormi líkt og systir hans og lét líka bíða eftir sér. Hann var skírður 17.janúar 2016 í Hvammstangakirkju, presturinn var Magnús Magnússon

 

Stjörnumerkið hennar er Steingeit

Stjörnumerkið hans er Bogamaður



Heimsóknir í dag: 1
Heimsóknir frá upphafi: 1259