Eiríkur Tumi og Haraldur Nökkvi
 

Guestbook

Rósa

Gleðilegt ár Marín mín!

Var að kíkja á gaurana þína í myndaalbúmum og eftir mikla rannsóknarvinnu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hann Haraldur Nökkvi megasæti er mjög líkur þér - enda ert þú líka megasæt...

Mikið eru svo leikskólagaurarnir okkar orðnir stórir, Tumi ekkert smá heppinn að eiga lítinn bróðir, sé alveg Andra minn fyrir mér í hlutverki stóra bróður, keske maður ætti að drífa sig í annað... Svo væri gaman að hittast einhverntíma á næstunni, tékkum á því.

Hjartans kveðjur, Rósa Andramamma.

Posted January 10, 2008 at 22:50.

Sessý

Ó MÆ LORDH!! Hvað þið eruð YNDISLEGA sætir, fallegir og dásamlegir drengir!! Oh ég á ekki til orð! :)

nú hringi ég í þig, Marín, og ætla að reyna að hitta á þig í vikunni:)

Ástarkveðja og KNÚS,
Sessý

Posted January 8, 2008 at 13:47.

Fríða

Hæ hæ kæra familía, vona að þið hafið haft það súper kósí yfir hátíðina, við erum að plana ferð heim í byrjun febrúar í rúma viku, verður rosa gaman að knúsa alla og sérstaklega hann Harald Nökkva, allt of angt að bíða svona hann verður hálffermdur þegar við hittum hann loksins híhí :) Mikið er hann Haraldur Nökkvi duglegur að stækka og Eiríkur Tumi alltaf jafn mikill sætilíus jú auðvitað eru þeir báðir sætilíusar :) Gaman að sjá hvað þeir eru fínir í froskafötunum,
Nýársknús á línuna
Fríða & stelpuskotturnar

Posted January 3, 2008 at 17:03.

Maj-Britt og Herdís María

Fínar nýju myndirnar. Bræðurnir eru rosa sætir í froskapeysunum sínum... algjörir gullmolar. Herdís María liggur núna á gólfinu að leika sér... hjalar á fullu... biður greinilega að heilsa :)

Posted December 28, 2007 at 12:35.

Amma í Selvogsgrunni

Gaman var að fá ykkur öll á aðfangadagskvöld í Selvogsgrunn. Eiríkur Tumi hafði gaman af að rífa upp jólagjafirnar og Haraldur Nökkvi fylgdist með í kjöltu móður sinnar, en þetta eru fyrstu jólin hans. Jólamyndirnar eru góðar þó sérstaklega af litlu drengjunum mínum. Sjáumst kát og hress í Selvogsgrunni á gamlárskvöld.

Posted December 28, 2007 at 10:58.

Sólveig (og Ingi)

Sæl fjölskylda
Kíki oft á síðuna ykkar og ákvað að kvitta fyrir mig í þetta sinn :) Þetta eru nú meiri krúttin sem þið eigið og Eiríkur Tumi greinilega mjög góður við litla bróður sinn. Við sjáumst vonandi eitthvað um jólin.
Kveðja frá Osló

Posted December 4, 2007 at 09:49.

Hafsteinn Orri og Co.

Hæ hæ,
mikið eru nú bræðurnir sætir, algjörir gullmolar :-) Við erum alltaf á leiðinni í heimsókn, vonandi verður eitthvað úr því sem fyrst.

Bestu kveðjur,
Hafsteinn Orri, Gunnar og Ingibjörg

Posted December 3, 2007 at 22:33.

Fríða

Hæ hæ vildum bara kvitta fyrir innlitið og segja takk fyrir afmæliskveðjuna :) Þið eruð svo miklar krúttbombur þið bræður og frábærar nýjustu myndirnar af Haraldi Nökkva!
Vonum að aðventan verði ykkur ljúf,
Risa knús
Fríða & Vikkala :)

Posted December 2, 2007 at 08:15.

Mamma Herdísar Maríu

Herdís María er soldið sár að vera ekki á vinalistanum...

Posted November 30, 2007 at 09:02.

The Myllyniemi Family

Lämpimät terveiset Kauhajoelta kaikille teille Reykjavikiin! Eirikur Tumi and Haraldur Nökkvi, you look so cute! Many, many hugs from us! =)

Posted November 24, 2007 at 16:28.

Amma í Selvogsgrunni.

Mikið var gaman að sjá myndirnar af ykkur þið eruð svo sætir og fínir. Hlakk til að sjá ykkur n.k. sunnudag.

Posted November 23, 2007 at 15:14.

Björg Östrup Hauksdóttir

Innilegar hamingjuóskir -gaman er að sjá hve fjölskyldan stækkar fjallmyndarlegir piltar!!!
Bestu kveðjur frá okkur öllum hér
Björg, Rúnar og Sigrún (Marta og Einar eru í Danmörku)

Posted November 20, 2007 at 21:33.

Anna Kristín

Ooooooh la la. Snazzy matching outfits. Reminds me of days gone by, when another pair of siblings I knew, with a similar age difference, had equally snazzy and equally matching outfits, come christmas time... Very smart, my boys, very smart.

Posted November 20, 2007 at 09:30.

Mamma Herdísar Maríu

Rosalega eru frændsystkinin fín og flott.. alveg laang sætust :) Tumi stendur sig líka vel að gefa öndunum ... það er ekki að sjá að þetta sé með fyrstu skiptunum hans ;)

Posted November 19, 2007 at 16:31.

Granny

Lovely pictures - looking forward to seeing you all
Granny

Posted November 19, 2007 at 11:07.

Herdís María

Ég á sætustu frændurna!!

Posted November 12, 2007 at 23:10.

Kata skvís

Vá hvað bræðurnir eru sætir í eins out-fitti :) Algjörar dúllur.

Posted November 12, 2007 at 20:24.

Maj-Britt frænka

hey ég tók eftir einu... voru ekki sumir hættir með snuddu??

Posted November 9, 2007 at 12:12.

Katrin, Inga Bryndis og Heidrun

Haehaehae...

Ofsalega er gaman ad skoda litla Harald Nokkva, hann er yndislegur alveg.. Greinilegt ad hann faer nog ad borda og athygli fra stora brodur...

Hlokkum til ad hitta ykkur um jolin, hafid tad gott..

Kaer kvedja Katrin og co i Iowa City

Posted November 8, 2007 at 00:48.

Herdís María

Hallærismýs!!!! (stórmóðguð)

Posted November 6, 2007 at 13:02.

Maj-Britt frænka

hahhahahahahahha brill myndir af frændsystkinunum.. hahha algjörar hallærismýs ;)

Posted November 6, 2007 at 13:01.

Amma á Selvogsgrunni

Mikið fannst ömmu gaman að skoða myndirnar af ykkur báðum strákunum sínum. Gaman að sjá hvað Eiríkur Tumi er góður við bróður sinn hann Harald Nökkva. Hlakka til að sjá ykkur öll um helgina - við verðum í sambandi.

Posted November 2, 2007 at 16:09.

Maj-Britt og Herdís María

Nú erum við farnar að sakna ykkar mikið. Langar að klípa í strákakinnar og knúsa frændur okkar. RisaHUG frá Borgó

Posted November 1, 2007 at 14:35.

MajBritt+Einar og litla skvís

Flott nýja lúkkið á síðunni og sætar nýju myndirnar. Hlakka til að hitta ykkur á eftir :)

Posted October 24, 2007 at 16:24.

Fríða

Flott að heyra að pakkinn komst í hús :) Vonum að það gangi allt rosa vel hjá ykkur, erum alveg að fara að tengja tölvusímann og þá bjallar maður meira og fær að heyra fréttir.
Knús á línuna
Fríða

Posted October 22, 2007 at 09:15.

Fríða

Hæ hæ sætu bræður, bara kvitta fyrir komuna, var að tékka á nýjum myndum, vonum að það gangi allt rosalega vel.
Risa knús
Familínskí Köbenhavnus

Posted October 19, 2007 at 08:35.

MajBritt+Einar og litla skvís

hæ hæ sætu bræður, takk fyrir í gær. Rosa gaman að koma í heimsókn. Hlökkum til næst :)

Posted October 16, 2007 at 16:49.

Sólveig og Ingi

Hæ hæ og til hamingju með litla drenginn ykkar. Hann er algjör rúsína og ber fallegt nafn. Stóri bróðir er líka alltaf jafn fínn og greinilega góður við litla bróður. Vonandi hittumst við um jólin.

Kveðja frá Osló
Sólveig, Ingi og börn

Posted October 16, 2007 at 12:33.

svanhildur frænka

Gleymdi að tjá mig um nafnið. Mér finnst það ákaflega fallegt og óska ykkur enn og aftur til hamingju með drenginn ykkar.
Kv.
Svanhildur frænka

Posted October 14, 2007 at 18:43.

Svanhildur frænka

Elsku fjölskylda.
Innilega til hamingju með litla fallega drenginn ykkar. Mikið er hann fríður og fínn. Hlakka til að sjá hann og fá að máta :O)
Kv.
Svanhildur frænka

Posted October 14, 2007 at 18:37.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15